Þingeyri: Auglýsing um deiliskipulagstillögu fyrir Hlíðargötu

Þingeyri. Mynd: Ísafjarðarbær.

Frá upphafi brothættra byggða verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar hefur verið ljóst að mikill húsnæðisskortur þ.e. á lausu íbúðarhúsnæði, var og er á Þingeyri. Enn fremur var ljóst að þessi húsnæðisskortur gæti haft verulega hamlandi áhrif á vöxt og atvinnuuppbyggingu byggðalagsins. Því var farið í það strax að hvetja bæjaryfirvöld til að hefja nauðsynlegar aðgerðir sem fælu meðal annars í sér að vera með tilbúnar byggingalóðir, bæði fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Nú hefur þetta loksins raungerst og er það verkefninu Öll vötnn til Dýrafjarðar mikið fagnaðarefni að Ísafjarðarbær hefur auglýst deiliskipstillögu á íbúðarsvæði við Hlíðargötu á Þingeyri. Sjá hér að neðan.

Einnig má sjá á heimasíðu Ísafjarðarbæjar uppdrátt af svæðinu. https://www.isafjordur.is/is/moya/news/auglysing-um-deiliskipulagstillogu-hlidargata-a-thingeyri

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Hrafnseyrarvegi, Brekkugötu, Hrunastíg og opnu svæði. Á svæðinu eru nú þegar sjö lóðir með einbýlishúsum og ein parhúsalóð með fjórum íbúðum. Í aðalskipulagi er svæðið ætlað fyrir íbúðarbyggð. Deiliskipulagssvæðið er að hluta til í jaðri ofanflóðahættusvæðis.

Markmið er að fjölga lóðum fyrir íbúðarhús og auka möguleika á fjölbreyttri stærð húsa, móta aðlaðandi umhverfi með tengsl við náttúru svæðisins og setja fram ákvæði um uppbyggingu á svæðinu og gæði hins byggða umhverfis.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 30. desember 2022, að Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði eða á skipulag@isafjordur.is.

DEILA