Súðavík: lagst gegn niðurrifi báts í Ögurvík

Eiður ÍS skemmdist í snjóflóði í Flateyrarhöfn Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Súðavíkurhreppur legst gegn áformum Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða að gefa út leyfi til niðurrifs á Eiði ÍS í landi Garðstaða en drög að starfsleyfi dags 3. október 2022 liggja fyrir. Í bókun sveitarstjórnar segir að þessi áform séu ekki í neinu samræmi við áður gert samkomulag við landeigendur á Garðsstöðum um að minnka fjölda birfreiða og magn brotajárns sem geymt er þar.

Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri segir að sveitarfélaginu hafi verið ókunnugt um áformin en tekið málið fyrir eftir að erindi barst frá landeiganda í Ögri. Heilbrigðiseftirlitið mun hafa frestað málinu þar til eftir næsta fund þess, sem verður 15. desember næstkomandi. Hann sagði ekki alveg ljóst hvað fælist í starfsleyfinu aðspurður hvort báturinn yrði hlutaður sundur í fjörunni þar sem hann liggur. Hans sagðist vita til þess að búið væri að losa 4000 lítra af olíu úr bátnum.

DEILA