Strandabyggð: 14,95% útsvar og 0,625% í fasteignaskatt

Íþróttamiðstöðin á Hólmavík. Í Strandabyggð hefur fjölgað um 8 íbúa. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur ákveðið álagningu skatta og gjalda fyrir næsta ár. Útsvarsprósenta verður 14,95%. Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði verður  áfram 0,625%, B-liðar, þ.e. atvinnuhúsnæðis verður 1,32% og álagningarprósenta á C-lið verði 1,65%. Lagt er til að viðmiðunarupphæðir um afslátt fyrir eldri borgara verði hækkaðar um 2,5% líkt og á síðasta ári.

Þá var samþykkt að  hækka gjaldskrár um a.m.k 10% og verði þær lagðar fram á næsta fundi sveitarstjórnar til samþykktar sem og gjaldskrár sem bundnar eru vísitölu. Lokagjalddagi láns er 20. mars 2039. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgunar eldri lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóðnum.

Á fundinum var  lögð fram Fjárhagsáætlun Strandabyggðar 2023 og þriggja áætlun 2024-2026.
Forsendur fjárhagsáætlunar voru ræddar og mikilvægi þess að sveitarstjórn framfylgi hlutverki sínu m.t.t. sveitarstjórnarlaga og samþykkta Strandabyggðar varðandi meðferð fjármuna. Fjárhagsáætlun var samhljóða vísað áfram til seinni umræðu.

DEILA