Miðvikudagur 16. apríl 2025

Stöndum saman Vestfirðir: safna fyrir bókagjöf

Auglýsing

Samtökin stöndum saman Vestfirðir efna til söfnunar fyrir bókagjöf í alla leik- og grunnskóla á Vestfjörðum.

Í fréttatilkynningu segir :

„Þetta er öðruvísi söfnun en við höfum farið í hingað til og því erum við spenntar að sjá hvernig hún gengur. Hún rúllar vel af stað og við vonumst til að geta keypt fallegar og góðar bækur og gefið samtals 25 skólum fyrir jólin. Á Vestfjörðum eru 13 leikskólar og 12 grunnskólar. Við minnum á að hver einasta króna skiptir máli, hver einasta deiling hjálpar okkur að ná víðar.“

Reikningsupplýsingarnar:0156-26-216 kt 410216-0190.

Markmiðið er að allir skólar á Vestfjörðum fái fallegar jólabækur til að hægt sé að eiga góða jóla lestrastund.

Samtökin hafa staðið fyrir tveimur söfnunum á þessu ári, annars vegar var safnað fyrir heyrnamælingartæki fyrir Hvest og síðan fyrir hjartastuðtækjum til nota á skíðasvæðinu í Ísafjarðarbæ.


Book.
Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir