Sektir vegna nagladekkja flestar á Ísafirði

Ísafjörður. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Átta af níu sektum sem lögreglan á Vestfjörðum hefur beitt á þessu ári vegna nagladekkjanotkunar eru vegna ökumanna sem stöðvaðir voru á Ísafirði á þeim tíma ársins sem bannar noktun nagladekkja. Einn ökumaður var í Ísafjarðardjúpi.

Sektum hefur fjölgað mikið á árinu en þær voru aðeins 2 í fyrra, ein ári 2020 og engin sekt árin 2019 og 2018.

Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn segir að lögreglan hafi verið með sömu áherslur,  ár eftir ár.  „Við vorum ekki með sérstakt átak í ár, umfram önnur ár í þessum efnum. Við kunnum ekki skil á því hvers vegna fleiri virðist hafa ekið um á nagladekkjum í ár en önnur ár.“

DEILA