Ráðherra heimsækir Vestfirði

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra heimsækir norðanverða Vestfirði í dag og á morgun. Hún mun funda með starfsfólki Vestfjarðastofu, sveitarstjórnarfólki, stjórn Vestfjarðastofu og ferðaþjónustuaðilum á Vestfjörðum. Ráðherra heimsækir Kerecis, Tónlistarskólann, Edinborgarhúsið, Safnahúsið, Byggðasafnið og Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Ísafirði. Jafnframt fer ráðherra til Bolungarvíkur, fundar með bæjarstjóra og kynnir sér uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Skúrin bókabúðin á Flateyri verður sótt heim.

Þá verður ráðherra með opinn viðtalstíma á morgun 11. nóvember kl. 10.45-11:45 í húsnæði Vestfjarðarstofu, Árnagötu 2-4.

DEILA