Patreksskóli: jól í skókassa

Nemendur Patreksskóla með gjafirnar. Mynd: aðsend.

Það er fastur liður í skólastarfi nemenda á miðstigi Patreksskóla að taka þátt í  verkefninu Jól í skókassa á vegum KFUM og KFUK.

Verkefnið er alþjóðlegt og felst í því að gleðja börn í Úkraínu sem búa við fátækt með því að færa þeim jólagjöf. Af gefnu tilefni voru miklar umræður meðal nemenda í Patreksskóla um stöðu barna í Úkraínu og var hverri og einni gjöf pakkað inn með ást og umhyggju.

Verkefnið hófst árið 2019 en í ár eru aðstæður sérstakar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Á vefsíðu KFUM og KFUK kemur fram að í ár 2022, fóru 5.575 gjafir í gám sem er nú þegar á leið til Úkraínu.

DEILA