Mikið traust til ráðherra á Vesturlandi og Vestfjörðum

Ásmundur Einar Daðason er á toppnum í trausmælingu á ráðherrum á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fá góða mælingu á trausti í nýjustu könnun Maskínu sem birt var í gær. Könnunin fór fram dagana11. til 15. nóvember 2022 og voru svarendur 950 talsins. Spurt var hversu mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi ráðherra. Þegar skoðuð er útkoman eftir landssvæðum kemur í ljós að á Vesturlandi og Vestfjörðum, sem eru tekin saman, fá fimm ráðherrar mest traust sitt á þessu svæði, tveir ráðherrar ná næstmesta traustið og hjá einum er þetta svæði það þriðja hæsta í mælingu hans. Hjá einum ráðherra var hér lægsta svæðið hans.

Ásmundur Einar Daðason,mennta- og barnamálaráðherra fær mesta traustið hjá svarendum á Vesturlandi og Vestfjörðum, 54% svarenda bera mikið traust til hans. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra kemur næst Ásmundi með 52%. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra er í þriðja sæti á þessu landssvæði 48% hlutfall. Næstur honum er Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra með 43%. Hjá öllum þessum fjórum ráðherrum svo og einnig hjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur með 37% er þetta það landssvæði sem hefur þeim hæstu traustmælinguna.

Fimmti hæsti ráðherrann á Vesturlandi og Vestfjörðum er þingmaður kjördæmisins Þórdís K. Gylfadóttir, utanríkisráðherra með 40% svarenda sem bera mikið traust til hennar. Er þetta þriðja hæsta svæði Þórdísar. Meira traust mældist hjá Þórdísi í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og á Austurlandi.

Neðstur í röð ráðherranna á þessu landssvæði er Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra með 18% hlutfall sem jafnfram er lægsta landssvæði hennar. Hennar hæsta svæði var á Austurlandi með 32%.

DEILA