Ísafjörður: vilja byggja 50-60 íbúðir á næstu 4 árum

Frá Ísafirði og hluti af áformuðu byggingarsvæði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fyrirtækin Skeið ehf og Vestfirskir verktakar ehf hafa sótt um 7 lóðir á Ísafirði og hyggjast byggja á þeim 50 – 60 íbúðir á næstu fjórum árum. Lóðirnar eru við Aðalstræti, Hafnarstræti og Pollgötu á Ísafirði.

Hafnarstræti 15 og 17 sameinaðar
Pollgata 2
Pollgata 6
Lóð horni Suðurgötu og Njarðarsunds (olíulóðir)
Lóð á horni Mjósunds og Aðastrætis (olíulóðir)
Sindragata 4a

Í umsókn fyrirtækjanna um lóðirnar segir að það sé mjög mikilvægt að litið verði á þetta verkefni sem eina heild þ.e.a.s. uppbygging á þessum 7 lóðum af hagkvæmi ástæðum. „Eftir því sem við komumst næst eru 4 af þessum lóðum þ.e.a.s við Hafnarstræti og Pollgötu nú þegar skipulagðar fyrir íbúðarhúsnæði og ætti því að vera hægt að afhenda þær fljótlega. Við sjáum fyrir okkur að á einni þessara lóða verði byggt húsnæði sem hentar eldri borgurum. Okkur er ljós að olíulóðirnar eru ekki tilbúnar að svo stöddu og gæti uppbygging á þeim verið síðust í verkefninu.“

Bæjarráð fagnaði erindinu og áhuga á þarfri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu og vísaði málinu til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.

Kort sem fylgdi umsókninni.

DEILA