Ísafjörður: vatnsleysi á Tunguveitulögninni

Vatnsleysi hefur verið á gömlu Tunguveitulögninni á Ísafirði síðan á fimmtudaginn í síðustu viku. Kristján Andri Guðjónsson, bæjarverkstjóri segir að þrýstingur sé lágur á lögninni. Í fyrradag fannst leki á lögninni og var strax gert við hann. Aðgerðir til þess að ná þrýstingi upp á lögninni hafa hins vegar ekki borið árangur og verður haldið áfram að leita að orsök vandans. Kristján Andri sagði að áfram yrði kappkostað að koma þessum vatnsbúskap í lag sem allra fyrst.

Á unræddri vatnslög eru nokkur hús, svo sem Bræðratunga, Seljaland, Grænigarður, áhaldahús bæjarins og Engi.

Í Bræðatungu var vandinn leystur til bráðabirgða með því að fá vatn úr annarri lögn með garðslöngu. Það hefur þann ókost að vatnið frýs í slöngunni nema það sé látið renna stöðugt. Er þetta að vonum heldur bagalegt fyrir íbúana.

DEILA