Ísafjörður: óvissa um dýpkun í Sundahöfn

Dýpkunarskipið Álfsnes sem á að dýpka í Sundahöfn hefur lokið verkefni sínu fyrir Kalkþörungaverksmiðjuna á Bíldudal. Sóttir voru um 30.000 rúmmetrar af kalkþörungi af hafsbotni í Arnarfirði og dælt á land í Bíldudal. Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri staðfestir þetta.

Í stað þess að halda til Ísafjarðar ákvað Vegagerðin að kalla dýpkunarskipið til dýpkunar í Landeyjarhöfn. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri sagði í samtali við Bæjarins besta að óvissa væri um það hvenær dýpkunin á Ísafirði hæfist, en hann myndi eiga fund með Vegagerðinni á mánudaginn.

Í gærkvöldi lá skipið í höfn í Vestmannaeyjum.

DEILA