Ísafjörður: lýsa áhyggjum af staðarvali viðbyggingar fyrir Eyri

Stjórn Félags eldri borgara á Ísafirði og nágrennis og stjórn KUBBA íþróttafélags eldri borgara Ísafirði fagnar að byggja eigi við hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði. Jafnframt lýsa stjórnirnar yfir áhyggjum sínum á því að Púttvöllur félagsins eigi að fara þar undir og minna á að FEBÍ lagði til stórar fjárhæðir í völlinn á sínum tíma.

Í ljósi þessa leggja stjórnirnar til að við byggingu fjórðu deildarinnar verði farið eftir upphaflegri teikningu byggingarinnar þ.e.a.s. ca. á núverandi bílastæði og reynt verði að finna aðrar tæknilegar leiðir með aðkomu. Með þessarri ráðstöfun þarf ekki að mati stjórnanna að fara í dýrar framkvamkvæmdir með breytingu á Púttvelli og öllum þeim lögnum sem þar eru undir.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísaði erindi stjórnanna til skipulags- og mannvirkjanefndar.

Í úttekt Verkís á stækkun hjúkrunarhemilisins Eyri frá því í september sl. var fjallað um staðarval fyrir mögulega stækkun. Miðað er við 650 m² stækkun á einni hæð sem tengist núverandi húsnæði en þó ekki í gegnum aðra álmu. Framkvæmdasýsla ríkisins hefur einkum bent á tvo möguleika:

og segir í skýrslu Verkís að tillaga 3a hefur fleiri kosti og færri neikvæð áhrif á nýtingu svæðisins en tillaga 2a.

Sú tillaga mun hins vegar skerða púttvöllinn en í skýrslunni segir að skoða mætti breytt fyrirkomulag hans.

DEILA