Ísafjörður: Línuhappdrætti í 50 ár

Smíði Julíusar Geirmundssonar ÍS í Flekkefjord í Noregi árið 1972 varð kveikjan að Línuhappdrættinu sem slysavarnarkonur í Slysavarnardeildinni Iðunni á Ísafirði hafa staðið fyrir sem fjáröflun í 50 ár.

Samkvæmt upplýsingum Bæjarins besta fóru slysavarnakonur til Noregs með sínum mönnum sem voru þá að sækja fyrsta Júlíus Geirmundson ÍS og kynntust þessari fjáröflun hjá hvítasunnukonum í Flekkefjord. Sérstaklega er nefnd til sögunnar Anna María Helgadóttir. Þar hafði hún dvalið í um þrjá mánuði manni sínum Arthuri Gestssyni, haustið 1972 en hann var vélstjóri hjá útgerðarfélaginu Gunnvöru. Hann vann við niðursetningu á vélum og öðru slíku einu sinni sem oftar og í þetta skiptið í fyrsta togarann, Júlíus Geirmundsson, sem kom til landsins í desember 1972. Anna María kynntist þessari fjáröflunaraðferð hjá konum í Flekkefjord – og nú hefur hún lifað á Ísafirði í 50 ár!

Slysavarnardeildin Iðunn hélt jólahappdrættið Línuna á laugardaginn í Guðmundarbúð á Ísafirði í 50. sinn. Að sögn Þuríðar Sigurðardóttur voru konurnar mjög ánægðar með viðtökurnar. Slysavarnardeildin mun selja Línuna í Neista og Ljóninu fyrstu helgina í desember næstkomandi.

DEILA