Ísafjörður: lekinn á Tungulögn fundinn

„Stóri lekinn á Tungulöginni er fundinn“ sagði Kristján Andri Guðjónsson, forstöðumaður áhaldahúss Ísafjarðarbæjar, í viðtali við Bæjarins besta í gærkvöldi ,“hann var rétt fyrir innan Bræðratungu.“ Búið var að skipta um 2 – 3 metra af lögninni og kominn góður þrýstingur á hana. Kristján Andri sagði að lögð hefði verið ný plastlögn frá Jarðgöngunum og niður í Tungudalinn. Kvaðst hann vonast til þess að nú væri búið að komast fyrir vandamálin sem hefði verið á þessari lögn. Engu síðar væri nokkur frágangsvinna eftir við að aftengja bráðabirgðalögn og ganga frá skurðum en það ætti að klárast á næstu 2 – 3 dögum. Íbúar sem hafa fengið vatn frá lögninni ættu nú að vera komnir með vatn.

DEILA