Ísafjarðarbær: vilja gjaldfrjálst sund fyrir yngri en 18 ára

Frá skíðasvæði Ísfirðinga.

Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að gjaldskrá í sundlaugar og á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar verði breytt þannig að:
-gjaldfrjálst verði í sund fyrir börn 18 ára og yngri í sundlaugar Ísafjarðarbæjar og
-50% afsláttur á alpa- og göngusvæði fyrir börn 6-18 ára.

Breytingin talin gildi um áramótin.

Skv. fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir árið 2023, sem bæjarstjórn samþykkti 3. nóvember, þarf hópurinn 16-18 ára að greiða sama gjald og fullorðnir í sund og á skíðasvæðið.

Tillaga nefndarinnar var ekki tekin til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn í síðustu viku en verður væntanlega á dagskrá næsta fundar.

DEILA