Ísafjarðarbær: styrkir Edinborgarhúsið

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að leggja fram tillögur að áframhaldandi stuðningi við Edinborgarhúsið ehf. á árinu 2023. Stjórn Edinborgarhússins sendi bæjarráði erindi og óskaði eftir áframhaldandi stuðningi við Edinborgarhúsið á næsta ári.

Í apríl á þessu ári hækkaði bæjarstjórnin styrk til Edinborgarhússins úr 3,4 m.kr. í 10,9 m.kr. sem gerði Edinborgarhúsinu kleyft að ráða viðburða- og rekstrarstjóra frá 1. júní sl.

Jafnframt tók bæjarráðið undir tillögu stjórnar Edinborgarhússins um að leita eftir þríhliða samningi með ríkinu um rekstur hússins. Fól það bæjarstjóra að hefja á ný samningaviðræður við ráðherra um þríhliða samkomulag til stuðnings menningarhúsinu.

DEILA