Ísafjarðarbær: Skipulagsnefnd gefur bænum gula spjaldið

Slökkvilið Ísafjarðar notast við gáma.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar tók í síðustu viku heldur treglega í fjögur erindi frá stofnunum Ísafjarðarbæjar um stöðuleyfi fyrir gáma og frestaði afgreiðslu þeirra.

Kristján Andri Guðjónsson f.h Áhaldahúss Ísafjarðarbæjar óskaði eftir stöðuleyfi fyrir gám við þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar. Axels Rodriguez Överby, f.h eignasjóðs Ísafjarðarbæjar var með erindi um stöðuleyfi WC gáms við Torfnesvöll. Hermann Hermannssonar, f.h. Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar var með tvö erindi, annað um stöðuleyfi vegna þriggja gáma og hitt vegna um stöðuleyfis vegna gáms á Suðurtanga.

Í öllum tilvikum var um endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi að ræða.

Skipulagsnefndin frestaði afgreiðslu málanna þar sem gögn vantar.

Í svörum Ísafjarðarbæjar um skýringar á afgreiðslu nefndarinnar kemur fram að í þessum málum öllum hafi vantað uppdrátt sem sýnir staðsetningu gámanna , sbr. 2. gr. reglna um útgáfu stöðuleyfa:

„Með umsókn skal fylgja uppdráttur, s.s. loftmynd, lóðablað eða afstöðumynd, þar sem staðsetning lausafjármunar er sýnd. Nægilegt er að staðsetning sé handteiknuð inn á framangreind gögn, en gögn skulu sýna raunverulegar aðstæður.“

DEILA