Ísafjarðarbær: hækka fasteigaskatt á ibúðarhúsnæði

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.

Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði hækkar á næsta ári og verður 0,593% af fasteignamati í stað 0,56% á þessu ári. Það gerir 5,9% hækkun skattsins. Fasteignamatið hækkar auk þess um 18,7% frá því sem það er á þessu ári. Samanlagt hækkar fasteignaskatturinn af íbúðarhúsnæði í krónutölu um ríflega fjórðung milli ára eða nákvæmlega 25,7%.

Álagningarhlutföll eru að öðru leyti óbreytt frá því sem er á þessu ári.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti álagningarhlutföllin á fundi sínum á fimmtudaginn með 5 atkvæðum Í listans.

Áætlaðar tekjur bæjarsjóðs af fasteignaskattinum og öðrum fasteignagjöldum hafa ekki verið gefnar upp þar sem tillagan að fjárhagsáætlun sem lögð var fyrir bæjarstjórn hefur ekki verið birt.

Upplýsingafulltrúi bæjarins segir að áætlanirnar verði ekki gerðar opinberar fyrr en eftir síðari umræðu í bæjarstjórn.

Gjaldskráin fyrir næsta ár.

DEILA