Ísafjarðarbæ samþykkir að semja við KPMG um stofnun velferðarþjónustu

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti í síðustu viku að ganga til samninga við KPMG ehf., um að kanna grundvöll fyrir og eftir atvikum setja á fót samstarfsverkefni sveitarfélaga á Vestfjörðum undir heitinu, Velferðarþjónustu Vestfirðinga sem sinni þjónustu við fatlað fólk, barnaverndarþjónustu og móttöku flóttafólks. Verkið er unnið í samstarfi við Vestfjarðastofu og önnur sveitarfélög á Vestfjörðum, en kostnaður Ísafjarðarbæjar er 53,3% af heildarkostnaði. Kostnaði er deilt niður sveitarfélögin á Vestfjörðum eftir íbúafjölda.

Samþykkti bæjarstjórnin 4 m.kr fjárveitingu á þessu ári til verksins og verður kostnaðinum mætt með lækkun á kerfisfræðiaðstoð og annarri kerfisfræðiaðstoð á bæjarskrifstofum, svo og sameiginlegum kostnaði, en kostnaður á þessum lyklum hefur verið minni á árinu en gert var ráð fyrir.

DEILA