Innviðaráðuneytið: grænbók um stöðumat og valkosti íslenskra sveitarfélaga

Innviðaráðuneytið hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda drög að grænbók um málefni sveitarfélaganna. Grænbókin er greining og stöðumat stjórnvalda á sveitarstjórnarstiginu sem almenningi og hagsmunaaðilum er boðið að taka þátt í samráði og setja fram sín sjónarmið um stöðumatið. Hægt er að senda inn umsögn eða ábendingar til og með 16. desember nk.

Grænbókin getur tekið breytingum að fengnum umsögnum og verður gefin út að nýju með markaðri stefnu. Kallast bókin þá hvítbók og fer einnig í opið samráðsferli áður en stefnan er að lokum ákvörðuð.

Í drögunum segir að framtíðarsýn Innviðaráðuneytisins hafi tvö meginmarkmið.

Það fyrra sé að innviðir mæti þörfum samfélagsins með: öflugum sveitarfélögum, fjölbreyttu framboði húsnæðis, uppbyggingu samganga sem efli atvinnulíf og góðu aðgengi að þjónustu.

Seinna meginmarkmiðið er um sjálfbærar byggðir um land allt. Það felur í sér að sem flest störf verði óstaðbundin, vinnu- og skólasóknarsvæði verði efld, hagkvæmdar og öruggar samgöngur og að landnoktun og byggð stuðli að sjálfbærri þróun þéttbýlisstaðanna.

Tengill á grænbókina: DRÖG AÐ GRÆNBÓK.pdf

DEILA