Hvest fær 7,5 m.kr. til tækjakaupa fyrir bráðaþjónustu

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fær 7,5 m.kr. af 113,5 m.kr. sem Heilbrigðisráðuneytið ráðstafaði á dögunum til tækjakaupa til eflingar á bráðaþjónustu um landið. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Bæjarins besta.

Ákvörðun ráðuneytisins var tilkynnt í framhaldi af úttekt á tækjabúnaði fyrir bráðamóttöku sem gerð var á heilbrigðisstofnunum um allt land.

Af hálfu ráðuneytisins er unnið er að sambærilegri úttekt á þörf fyrir tækjabúnað fyrir bráðaþjónustu á heilsugæslustöðvum um allt land, þ.e. hvaða tækjabúnaður þarf að vera fyrir hendi að lágmarki á hverri stöð og verður staðan á öllum  heilsugæslustöðvum landsins könnuð.

DEILA