Helena í geðheilbrigðisþjónustu

Helena Jónsdóttir, sálfræðingur.

Helena Jónsdóttir, sálfræðingur og fyrrum skólastjóri Lýðskólans á Flateyri, hefur stofnað nýtt ráðgjafafyrirtæki, Mental ráðgjöf ehf. Í fréttatilkynningu frá Helenu segir að „fyrirtækið er stofnað til að gjörbylta því hvernig við hugsum, tölum um og nálgumst geðheilbrigði á vinnustað með það að markmiði að fyrirtæki setji starfsfólkið og geðheilbrigði þess í fyrsta sæti. Stjórnendur fyrirtækja standa frammi fyrir gríðarstórum áskorunum í geðheilsu starfsfólks en þekking og reynsla eru oftar en ekki takmörkuð.  Ómeðhöndlaður geðvandi starfsfólks leiðir gjarnan til kostnaðarsamra vandamála á borð við veikindafjarvistir, minnkandi framleiðni, aukna starfsmannaveltu og aukin útgjöld til starfsmannamála auk augljósrar mannlegrar þjáningar og skerðingar á lífsgæðum fólks og fjölskyldna þeirra.“

Hægt er að kynna sér nánar nálgun Mental að þessum áskorunum og þá þjónustu sem fyrirtækið veitir hér:

https://mentalradgjof.is/

Þá segir ennfremur:

„Hjá Mental trúum við ekki á skyndilausnir. Plástra sem settir eru á þegar krísur koma upp. Einstaka fyrirlestra á starfsmannadegi eða úttektir og skýrslur sem safna ryki ofan í skúffu.

Með aðferðum Mental, sem þróaðar eru með vísun í alþjóðlegar viðurkenndar aðferðir, fá fyrirtæki aðstoð við að takast á við áskoranir og ráðast í þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að auka sálfræðilegt öryggi og efla geðheilsu starfsfólks.“

DEILA