Heilsugæsla í Súðavík: á ábyrgð forstjóra

Súðavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson..

Það er á ábyrgð forstjóra heilbrigðisstofnana í hverju heilbrigðisumdæmi að skipuleggja og manna þjónustuna í umdæminu segir í svörum Heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Bæjarins besta um það hvernig ráðherra hyggðist bregðast við ályktun sveitarstjórnar Súðavíkur um þjónustu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Sveitarstjórnin krefst þess að heilsugæslunni verði sinnt þannig að læknir mæti þegar heilsugæslan eigi að vera opin og segir sveitarstjórnin að Hvest verði að bæta úr með öllum tiltækum ráðum. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri sagði í samtali við Bæjarins besta að tilboð Þorsteins Jóhannessonar um að þjónusta Súðavík setji þetta mál í nýtt samhengi.

DEILA