Handbolti: naumt tap Harðar

Hörður á Ísafirði fékk lið Fram í heimsókn í gær í Olísdeildinni í handknattleik. Fram er í 2. sæti deildarinnar og er eina liðið sem hefur unnið topplið Vals i vetur. Vart mátti á milli sjá hvort liðið væri við toppinn í deildinni í leiknum í gær. Fram tók forystuna í upphafi leiks en þegar leið á fyrri hálfleikinn jafnaðist leikurinn og Harðverjar náðu forystunni undir lok hálfleiksins og leiddu með tveimur mörkum í leikhléi 18:16.

Fram byrjaði einnig betur í síðari hálfleik og skoruði 6 mörk gegn aðeins 1 og náðu þriggja marka forystu eftir um 10 mínútna leik. Herði tókst að jafna leikinn í 20:20 Fram náði aftur forystu sem var þó aldrei meiri en 3 mörk og mikil spenna var undir lok leiksins þegar munurinn fór niður í eitt mark, en ekki tókst að jafna leikinn. Fram hafði því sigur með minnsta mun 32:31.

Það sem réði baggamuninn var greinilega að meiri leikreynsla var hjá Fram sem nýttist þeim til þess að ná sigrinum. Lið Harðar hefur tekið framförum frá upphafi móts og missti ekki í gær andstæðinga langt frá sér í fyrri hálfleik eins og hefur viljað brenna við í fyrri leikjum liðsins. Fyrsti sigurinn verður ekki langt undan ef liðið heldur áfram að bæta leik sinn.

Mörk Harðar: Endijs Kusners 7, Jón Ómar Gíslason 6, Victor Iturrino 3, Suguru Hikawa 3, Mikel Amilibia Aristi 3, José Esteves Neto 3, Guilherme Andrade 2, Rolands Lebedevs 1, Sudario Eidur Carneiro 1, Jhonatan Santos 1, Axel Sveinsson 1.
Varin skot: Rolands Lebedevs 7, Emannuel Evangelista 5.

Línumaður Harðar fær óblíðar móttökur hjá Fram vörninni.
Hörður í sókn í fyrri hálfleik.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA