Handbolti: Hörður náði í fyrsta stigið

Handknattleikslið Harðar á Ísafirði náði í fyrsta stig sitt í Olísdeild karla um helgina þegar liðið gerði jafntefli við Gróttu á Seltjarnarnesi. Hörður hafði frumkvæði í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum 15:13. Í síðari hálfleik héldu Vestfirðingar áfram frumkvæðinu að mest leiti og höfðu tveggja marka forystu þegar skammt var til leiksloka. En Gróttu tókst að jafna leikinn á síðustu andartökum hans 27:27 svo liðin skiptu með sér stigunum.

Mörk Harðar: Óli Björn Vilhjálmsson 6/3, Suguru Hikawa 5, Victor Iturrino 3, Jón Ómar Gíslason 3, Jhonatan Santos 2, José Esteves Neto 2, Sudario Eidur Carneiro 2, Endijs Kusners 2, Axel Sveinsson 1, Guilherme Andrade 1.
Varin skot: Emannuel Evangelista 5/1, Rolands Lebedevs 2, 13,3%.

DEILA