Hafnarstjóri: enginn stenst menntunarkröfur

Viking Sky. Mynd: Ísafjarðarhöfn.

Fram kemur í minnisblaði bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar til bæjarráðs að enginn fjögurra umsækjenda um starf hafnarstjóra standist menntunarkröfur er snúa að háskólamenntun. Krafan var að umsækjandi hefði menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi.
Þrír þessara umsækjenda hafa verið boðaðir í viðtal, þ.e. Björn, Hilmar og Sigurbrandur. Þegar hafa
verið tekin viðtöl við tvo umsækjenda.

DEILA