Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á fundi sínum í morgun að ráða Ísfirðinginn Gunnar Tryggvason sem hafnarstjóra Faxaflóahafna.
Stjórn byggði ákvörðun sína á tillögu ráðgefandi hæfnisnefndar sem mælti einróma með ráðningu Gunnars í stöðuna.
Gunnar hefur verið starfandi hafnarstjóri frá maí síðastliðnum.