Grænir frumkvöðlar framtíðar í nýjum þætti á N4

Fyrir skömmu var frumsýndur þáttur á sjónvarpsstöðinni N4 um verkefnið Grænir frumkvöðlar framtíðar. Verkefnið hefur verið í gangi hjá Matís í rúmt ár og er markmið þess að kenna ungmennum um loftslagsbreytingar á frumlegan og nýstárlegan hátt, en jafnframt að kenna þeim að sjá þau tækifæri sem leynast í eigin heimabyggð.

Þrír grunnskólar, Árskóli á Sauðárkróki, Nesskóli í Neskaupstað og Grunnskóli Bolungarvíkur tóku þátt ásamt FabLab smiðjum á hverjum stað, Djúpinu Frumkvöðlasetri og Matís. Nemendurnir tókust á við fjölbreytt viðfangsefni yfir skólaárið. Þeir heimsóttu meðal annars sjávarútvegsfyrirtæki í sínum heimabæ og tóku þátt í nýsköpunarkeppni, eins og komið er að í þættinum.

Í vetur hefur þáttagerðarfólk frá N4 fylgst með framgangi verkefnisins og er þessi þáttur afrakstur þeirrar vinnu.

Hér má sjá þáttinn í heild sinni: https://www.youtube.com/watch?v=EwNvomWo8c4

Í lok maí vann Grunnskóli Bolungavíkur landskeppni MAKEathons, nýsköpunarkeppni Grænna Frumkvöðla Framtíðarsem haldin er á vegum Matvælastofnunar. Grunnskóli Bolungarvíkur glímdi við áskorunina: „Hvernig er hægt að nýta úrgang frá fiskeldi betur “ og lausnin sem vann bar yfirskriftina: „Að nýta úrgang frá fiskeldi á sjálfbæran hátt.“

DEILA