Fiskistofa: grásleppubátar undir smásjánni

Á þessu ári hefur Fiskistofa sent dróna á loft til þess að fylgjast með veiðum við landið 331 sinni fram til 26. október. Hvorki meira né minna en 90 eftirlitsflug hafa verið með bátum með grásleppuleyfi. Það þýðir að liðlega fjórða hvert eftirlitsflug var til þess að fylgjast með grásleppubátum.

Á síðasta ári voru eftirlitsflugin 637 alls og þar af voru 154 vegna grásleppubáta eða um 24%.

Þetta kemur fram á Alþingi í svari matvælaráðherra við fyrirspurn frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur um eftirlit Fiskistofu.

Fjórðungur eftirlitsfluganna með drónum á þessu ári eru til þess að fylgjast með veiðum á lax og silungi svo og malartekju. Þau eru orðin 83 á árinu. Í fyrra voru þau 65 af 637 eða um 10%.

Vel er fylgst með smábátum og strandveiðibátum. Eftirlitsflug vegna þeirra eru orðin 85 á árinu. Í fyrra voru þau 241.

Á yfirstandandi ári fram að 26. október var farið í 331 eftirlitsflug með fjarstýrðum loftförum:
     *      90 eftirlitsflug með bátum með grásleppuleyfi.
     *      83 eftirlitsflug voru vegna lax, silungs og malartekju.
     *      53 eftirlitsflug með strandveiðibátum.
     *      46 eftirlitsflug með skipum með aflamark, sem skiptust þannig eftir veiðarfærum:
     *      25 með loðnunót,
     *      16 með dragnót,
     *      4 með flotvörpu,
     *      1 með þorskanet.
     *      27 eftirlitsflug með erlendum skipum, sem skiptust þannig eftir veiðarfærum:
     *      25 með loðnunót,
     *      2 með flotvörpu.
     *      22 eftirlitsflug voru með bátum með krókaaflmark, sem skiptust þannig eftir veiðarfærum:
     *      18 með línu,
     *      4 með handfæri.
     *      10 eftirlitsflug með smábátum með aflamark, sem voru allir með þorskanet.

DEILA