Fiskeldi: útflutningsverðmætið þegar orðið meira en allt árið í fyrra

Kvíar Háafells í Vigurál. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Á fyrstu 10 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti eldisafurða komið í tæpa 38 milljarða króna. Það er um 24% aukning í krónum talið frá sama tímabili í fyrra, en um 29% sé tekið tillit til gengisbreytinga. Útflutningsverðmæti eldisafurða hefur aldrei áður verið meira á tímabilinu og er í raun nú þegar orðið meira en það hefur áður verið á heilu ári. Þetta má sjá í fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar um vöruskipti sem birtar voru í síðustu viku. Þar er einungis að sjá tölur um útflutningsverðmæti eldisafurða í heild, en ekki niður á einstaka eldistegundir eða útflutt magn.

Hærra verð – svipað magn

 Aukningin sem orðið hefur í útflutningsverðmætum eldisafurða á árinu má alfarið rekja til hækkunar á afurðaverði, en markaðsverð á laxi hefur náð sögulegum hæðum á árinu. Á sama tíma stóð útflutt magn svo til í stað, ólíkt fyrri árum þegar stóraukin framleiðsla (magn) var megindrifkraftur aukinna útflutningsverðmæta.

DEILA