Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði: lægstur í Vesturbyggð

Patreksfjörður. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði verður lægstur í Vesturbyggð, ef tillaga bæjarráðs nær fram að ganga, sé álagningin borin saman í þremur fjölmennustu sveitarfélögunum á Vestfjörðum.

Bæjarráðið leggur til að fasteignaskatturinn verði 0,55% af fasteignamati af íbúðarhúsnæði. Í Ísafjarðarbæ verður fasteignaskatturinn 0,593% og í Bolungavík 0,625%. Samkvæmt þessu verður álagningarprósentan í Vesturbyggð 12% lægri en í Bolungavík og 7% lægri en í Ísafjarðarbæ. Sé samanburðurinn miðaður Vesturbyggð þá er álagningarprósentan í Ísafjarðarbæ 10,4% hærri en í Vesturbyggð og 24% hærri í Bolungavík en í Vesturbyggð.

Ekki er munur á fasteignaskatti af öðru húsnæði í þessum þremur sveitarfélögum, hann verður í þeim öllum 1,32% af atvinnuhúsnæði og 1,65% af opinberum byggingum. Lóðarleiga íbúðarhúsnæði verður í Vesturbyggð 1,00% lóðaleiga annars húsnæðis 3,75%.

DEILA