Farþegagjaldið: þarf að hugsa upp á nýtt

Frá Ísafjarðarhöfn . Mynd: Gústi.

Guðundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarhafna segir að samkvæmt gjaldskrá þá eigi að skila farþegafjölda varðandi farþegagjaldið inn til hafnarskrifstofu eigi síðar en mánaðarlega.

„Venjan er sú að við höfum treyst ferðaþjónustuaðilum til að gefa þetta upp sannleikanum samkvæmt og höfum ekki haft ástæðu til að rengja það en hjá sumum höfum við þurft að ganga á eftir þessum upplýsingum og einnig hefur komið fyrir að við höfum innheimt gjald eftir að hafa áætlað fjölda farþega.

Það er greinilegt að Hafnir  Ísafjarðarbæjar verður að fara að hugsa þetta uppá nýtt til að þetta verði skilvirkara.“

Bæjarins besta óskaði eftir upplýsingum um farþegagjaldið þann 25. september og svar barst ekki fyrr en 11. nóvember.

DEILA