Drög að reglugerð um bann við botnveiðum

Birt hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð um verndarráðstafanir vegna viðkvæmra hafsvæða og botnvistkerfa. Byggt er á skýrslu Hafrannsóknarstofnunar um verndun viðkvæmra botnvistkerfa. Þar eru upp talin öll þau svæði sem stofnunin telur að vernda þurfi fyrir svokölluðum botnveiðum, þ.e. með botnvörpu og línu.

Fyrir Vestfjörðum er það Kanturinn fellur undir friðun og Hafrannsóknarstofnun telur þarna um að ræða viðkvæmt vistkerfi myndað af svampaþyrpingum og blómkálskóralgörðum sem hefur mikið verndargildi vegna líffræðilegs fjölbreytileika og viðkvæmra vistkerfa. Hafrannsóknastofnun ráðleggur ótímabundna friðun fyrir öllum veiðum og öðru athæfi sem veldurraski á botninum á 664 km2 svæði.

Alls er í drögunum lagt til að allar botnveiðar verði bannaðar á átján svæðum. Á þessum svæðum verða því eingöngu leyfðar veiðar á uppsjávarfiski með flotvörpu og hringnót. Svæðin sem hér um ræðir munu taka til tæplega 2% af efnahagslögsögu Íslands.

DEILA