Bolungavíkurhöfn: 1.391 tonna afli í október

Frá Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Nærri fjórtán hundruð tonn af bolfiski bárust að landi í Bolungavík í síðasta mánuði.

Togarinn Sirrý ÍS landaði 541 tonni í 6 veiðiferðum.

Aðeins tveir línubátar reru í mánuðinum. Fríða Dagmar ÍS fór 20 róðra og landaði 176 tonnum og Jónína Brynja ÍS gerði betur og fór 22 róðra og kom samtals með 167 tonn.

Sjö snurvoðarbátar lönduðu um 450 tonnum. Ásdís ÍS var þeira aflahæst með 141 tonn og Þorlákur ÍS var með 54 tonn. Fjórir bátar frá Snæfellsnesi lönduðu í mánuðinum . Það voru Magnús SH 108 tonn, Bárður SH 50 tonn, Rifsari SH 44 tonn og Saxhamar SH sem var með 35 tonn. Loks landaði Ísey ÞH frá Hrísey 11 tonnum.

Einn bátur Sjöfn SH frá Stykkishólmi var á ígulkerjaveiðum með plóg og kom með 39 tonn eftir 11 veiðiferðir.

DEILA