Bolungavík: senda hlýju til Úkraínu

Bjarney Kristjánsdóttir. Mynd: Félag eldri borgara í Bolungavík.

Félag eldri borgara í Bolungavík hefur tekið þátt í átakinu sendum hlýju til Úkraínu, sem staðið hefur yfir á landsvísu. Safnað var hlýrri prjónavöru og hún send til Úkraínu sem framlag til þess að hjálpa Úkraínu að verja sig gegn innrás Rússlands. Einkum voru það sokkar sem prjónaðr voru og voru söfnunarstaðir um land allt. Átakinu lauk nú um mánaðamótin.

Á myndinni má sjá Bjarneyju Kristjánsdóttur í Bolungavík við prjónavörurunar, en hún átti frumkvæði að því að ráðist var í verkefnið.

DEILA