Bolungavík: lækka vatnsgjald og holræsagjald

Bolungavík. Mynd:Kristinn H. Gunnarsson.

Fyrir bæjarstjórn Bolungavíkur liggur tillaga frá bæjarráði um fasteignagjöld næsta árs.

Lagt er til að lækka vatnsgjald úr 0,35% í 0,30% og einnig að lækka holræsagjald úr 0,275% í 0,22%. Með því er komið til móts við íbúa og hækkunar á fasteignamati.

Óbreytt verði fasteignaskattur 0,625% af íbúðarhúsnæði, 1,32% af opinberu húsnæði, 1,65% af öðru húsnæði og lóðarleiga 1,4% af fasteignamati. Sorpgjöld hækki úr 61.500 kr. í 68.000 kr.

Lækkunin á vatnsgjaldinu er 14% og holræsagjaldið lækkar um 20%.

Fasteignamat í Bolungarvík hækkar að jafnaði um 25,3% milli ára og að teknu tilliti til lækkunar álagningarhlutfalls munu að sögn Jóns Páls Hreinssonar, bæjarstjóra heildar útgjöld heimila hækka að jafnaði um 14,7% á milli ára. Hækkun á sorpgjöldum er tilkominn vegna hækkunar á kostnaði við sorphirðu m.a. vegna breytinga á lögum sem snertir sorpflokkun.

Að jafnaði hækkar aðrar gjaldskrár að jafnaði um 4,9%.

Jón Páll segir að hækkun matsins á íbúðarhúsnæði sé mismunandi eftir húsagerðum. Þannig sé matið nánast óbreytt í fjölbýli en matið á einbýlishúsum hækki upp í 35%. Hækkun á fasteignagjöldum utan sorpgjalda er 12,8%.

Fyrir dæmigert raðhús í Bolungavík er sýnt dæmi hér að neðan. Fasteignagjöldin af því hækka um 44.793 kr. eða um 12,8%.



DEILA