Bíldudalur: 10 íbúða hús í byggingu

Grunnur að fjölbýlishúsinu á Bíldudal tekin fyrir nokkrum vikum. Mynd:aðsend.

Á Bíldudal er að rísa 10 íbúða hús á 2 hæðum við Hafnarbraut 9. Að sögn Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur er áformað að búið verði að loka húsinu fyrir áramót og að íbúðir verði afhentar í vor. Þessa dagana er verið að steypa upp veggi.

Arnarlax hf eiga fjórar íbúðir, sveitarfélagið aðrar 4 og leigufélagið Bríet tvær.

Vesturbyggð greiðir 15,4 milljónir króna í stofnframlag vegna fjögurra íbúða, en uppreiknað stofnvirði þeirra eru 128 m.kr.

DEILA