Bílaumboðið Askja leitar að þjónustuaðila fyrir Kia og Honda á Vestfjörðum

Bílaumboðið Askja leitar að traustum og góðum samstarfsaðila á Vestfjörðum til að þjónusta Kia og Honda bifreiðar. Viðkomandi verkstæði þarf að vera vel búið af tækjum og reiðubúið að þróast með síbreytilegri tækni framleiðanda. Viðkomandi mun sjá um almennar viðgerðir, þjónustuskoðanir og ábyrgðarviðgerðir.

,,Askja er með mjög gott og þétt þjónustunet um allt land og leggur mikla áherslu á að geta veitt sínum viðskiptavinum góða þjónustu, hvar á landinu sem þeir búa. Við óskum því eftir traustum aðila á Vestfjörðum til að vinna með okkur.“ segir Magnús Lársson verkefnastjóri þjónustunets Öskju.

Nánari upplýsingar veitir Magnús í síma 590 2922 eða á netfangið mhl@askja.is

Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia og Honda. Höfuðstöðvar Öskju eru á Krókhálsi 11-13, Reykjavík.

DEILA