Arnarlax: stækka seiðaeldisstöðina á Gileyri

Laxeldisstöðin á Gileyri, Tálknafirði. (Mynd: Guðm. Bjarnason)

Arnarlax áformar að stækka seiðaeldisstöð fyrirtækisins á Gileyri í Tálknafirði og að auka framleiðslugetu stöðvarinnar úr 200 tonnum í 1000 tonn af seiðum á ári. Óskaði fyrirtækið því eftir því við Tálknafjarðarhrepp að gerðar yrðu viðeigandi breytingar á gildandi deiliskipulagi eldisstöðvarinnar á Gileyri og á aðalskipulagi Tálknafjarðar 2006-2018.

Sveitarstjórn samþykkti í vikunni tillögu frá skipulagsnefnd sveitarfélagsins þess efnis að farið yrði af stað með breytingarnar enda beri málsbeiðandi allan kostnað af þeirri vinnu.

DEILA