Arnarlax: rangar og villandi tillögur svæðisráðs um strandsvæðaskipulag

Eldiskvíar.

Arnarlax skilaði inn ýtarlegri umsögn um tillögu svæðisráðs um strandsvæðaskipulag fyrir Vestfirði. Er tillagan gagnrýnd nokkuð og meðal annars fyrir misvísandi og villandi uppdrátt af fiskeldissvæðum í tillögunni. Í umsögninni segir „að staðsetning og lega margra eldissvæða Arnarlax eins og þau eru sýnd á uppdrætti vegna strandsvæðaskipulags Vestfjarða eru rangar. Þannig er ástatt um eldissvæðin við Hringsdal, Haganes og Tjaldanes í Arnarfirði, Eyri og Sandodda í Patreksfirði og eldissvæðið við Laugardal í Tálknafirði. Þetta misræmi er mismikil eftir eldisvæðum.“

Afleiðingar þessa, segir Arnarlax, eru þær að tillögur svæðisráðs verða misvísandi og villandi og sýna ekki rétta mynd af núverandi áhrifum nýtingar á nánasta umhverfi eða samspili hina ýmsu umhverfisþátta.

Arnarlax segir að tillögur svæðisráðs séu í mörgum tilvikum íþyngjandi fyrir fyrirtæki sem starfrækja sjókvíaeldi á svæðinu. Þannig er ástatt þegar tiltekin nýting er sögð víkjandi og starfsemi rekstraraðila er takmörkuð eða útilokuð með öllu. Ljós er að um mjög mikla hagsmuni er að ræða fyrir fyrirtæki og byggðarlög enda geta tillögur haft áhrif á rekstur sjókvíaeldis.

Fram kemur í umsögninni að tillögur svæðisráðs um að notkun tiltekinna eldisvæða verði óheimil þegar gildistíma leyfa líkur séu mjög alvarlegt inngrip í rekstur Arnarlax. Þannig gera tillögurnar ráð fyrir að fiskeldi verði víkjandi á reitnum UN5-Suðurströnd Arnarfjarðar að Hvestu. Einnig hafa tillögur svæðisráðs um friðunarsvæði UN3 –Tálkni í Tálknafirði vegna fuglalífs og lagnareitur LV-1 Sandoddi-Þúfnaeyri í Patreksfirði í för með sér takmörkun, útilokun á nýtingu við endurnýjun aðliggjandi eldissvæða. Arnarlax mótmælir framangreindum tillögu svæðisráðs sem banna notkun tiltekinna eldissvæða eða takmarka mögulega nýtingu þeirra.

Framkomnar tillögur svæðisráðs að friðun eru víðfemar þar sem heilu strandlengjurnar og firðir á Vestfjörðum eru
útilokaður frá staðbundni nýtingu eins og fiskeldi. Sem dæmi um þetta má taka friðunarreitina UN3-Tálkni og UN5-
Suðurströnd Arnarfjarðar að Hvestu og UN19-Jökulfirðir. Arnarlax gerir athugasemdir við þessa nálgun svæðisráðs og
telur að rökstyðja þurfi nánar hvers vegna markmið friðunar náist ekki með afmörkun minni svæða.

DEILA