Arnarlax : áfrýjar sekt Matvælastofnunar

Höfuðstöðvar Ararlax eru á Bíldudal. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax segir að fyrirtækið harmi þá slysasleppingu sem varð sumarið 2021 í Arnarfirði. Hann segir það forgangsverkefni að starfsfólk komi heilt heim að kvöldi og að fiskur sleppi ekki úr kvíum.

„Við eigum gott samtal við MAST en teljum hins vegar að forsendur þessarar ákvörðunar séu rangar og munum því leita til þar til bærra yfirvalda með málið.“

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. upp á kr. 120.000.000 fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Segir í frétt frá MAST að við slátrun úr sjókví 11 við Haganes í Arnarfirði í október síðastliðnum hafi orðið ljóst að fyrirtækið gat ekki gert grein fyrir afdrifum 81.564 laxa hið minnsta.

DEILA