Viljum fá Þorstein lækni

Hugleiðingar vegna greinar frá Þorstein Jóhannessyni  fv yfirlækni á Ísafirði í tæp 30 ár  í Bæjarins Besta  í   dag 28. okt.  þar sem Þorsteinn býðst til þess að koma og vera  heilsugæslulæknir í Súðavík fyrir okkur heimafólk og nærsveita í 2 vikur í hverjum mánuði .

Ég bara spyr, Gylfi forstjóri og Súsanna frkvstj lækninga..hvað er í  gangi  hjá Heilbrigðisstofnun Vestjarða ???’ Við Ísfirðingar og nágrannar og hefðum himin  höndum tekið að fá þetta boð frá Þorsteini, ekki aðeins að það taki næstum þvi tvo mánuði að fá tíma hjá lækni hérna , þá er það þannig við  heimafólk höfum saknað hans og það eru margir sem hafa fylgt honum eftir sem lækni suður á land. Hann var með opna göngudeild 2x í viku  í áratugi og þurfti ekki að panta tíma. Fólk gat komið á biðstofuna og þetta er m.a. það sem hefur verið tekið af og fólk saknar. Nú vinn ég sem málarameistari  innan um bæjarbúa og með  fólki á öllum fjörðum og þekki vel til ásamt flestum iðnaðarmönnum. Og það er sama hvar maður ber niður langflestum  finnst þessi þjónusta hafa dalað og við vitum að það er víða læknaskortur og veit ég og fleiri  til þess að fólk héðan hefur farið suður til að  komast á Heilsugæslur þar og komið heim samdægur.

En mér finnst það vera Heilbrigðisstofnun Vestjarða til mikilla vansa að hafna þessu tilboði Þorsteins og það er ykkur engan veginn til sóma og þó að ykkur hjá stofnunni henti ekki að ráða Þorstein , þá viljum við heimafólk það og þið hafið alveg heyrt það og vitið það . Kannski ættuð þið bara að fara að skanna ykkar innri stefnu. en þetta er EKKI FALLEGT.

Ég veit að ég tala fyrir fjölda heimamanna með þvi að setja þetta á blað, annars hefði ég ekki gert það, þvi greinin frá Þorsteini og svörin ykkar hafa vakið mikla reiði I bænum okkar.

Vona svo sannarlega að þið endurskoðið vilja OKKAR , ekki ykkar.

Fyrir hönd heimafólks

Bjarndís málari.

DEILA