Vilja neyðarskýli fyrir hjólandi á Dynjandisheiði

Klæðning lögð á Pennudal í sumar. Mynd: Borgarverk.

Cycling Westfjords hefur sent erindi til Vesturbyggðar með ósk um samþykki sveitarfélagsins fyrir því að sett verði upp neyðarskýli fyrir hjólandi ferðamenn á Dynjandisheiði. Erindið er í tengslum við styrkumsókn Cycling Westfjords hjá Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða fyrir neyðarskýli á heiðinni.

Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar tók jákvætt í hugmyndina, en bendir á að skýlið er byggingarleyfisskylt og þá þarf samþykki landeigenda/Vegagerðar fyrir skýlinu.

DEILA