Vesturbyggð styrkir fermingarbörn

Vatnaskógur.

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur samþykkt að styrka fermingarbörn í sveitarfélaginu um 10.000 kr hvert til ferða í Vatnaskóg í næsta mánuði. Alls er áætlað að þau verði 13 talsins.

Vatnaskógur er í Svínadal í Hvalfjarðarsveit rétt um 80 km frá Reykjavík. Þar eru KFUM og KFUK með starfsemi.

Kostaður fyrir hvert barn er 20.500 kr og hafa sóknirnar, Patreksfjarðarsókn, Bíldudalssókn og Stóra-Laugardalssókn tekið vel í erindi sóknarprests í Patreksfjarðarprestakalli um styrk , auk þess sem Héraðsjóður Vestfjarða styrkir ferðina.

DEILA