Vesturbyggð: byggja íbúðarhúsnæði

Horft yfir Hjalla 12 á Patreksfirði.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar var úthlutað lóðum undir tvö einbýlishús og samþykkt nafnabreyting á lóð fyrir þriðja húsinu. Þá var samþykkt deiliskipulag fyrir nýtt hverfi fyrir íbúðabyggð á Bíldudal. Er það til marks um að gróska hefur færst í nýbyggingar í sveitarfélaginu.

Lóðinni Hjallar 12 á Patreksfirði var úthlutað undir einbýlishús. Umsækjandi vinnur hjá Arnarlax. Þá var samþykkt að framselja byggingarlóðina Aðalstræti 124A á Patreksfirði til nýs aðila.
Loks þá var úthlutað frístundalóðinni að Ytri-Bug á Barðaströnd undir frístundahúsnæði.

Kort af Langholti og Krossholti á Barðaströnd.

DEILA