Vegagerðin: snjóar á Vestfjörðum um helgina

Frá Steingrímsfjarðarheiði.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að um helgina er spáð N-átt og með hríðarveðri á fjallvegum og krapa í byggð og snjóar og skefur á morgun á Vestfjörðum, Norðurlandi og á Austurlandi. Sérstaklega verður blint seint á laugardag og fram á sunnudagsmorgun.

Miðað við þessa spá ættu vegfarendur á Vestfjörðum að hafa gát á sér um helgina, sér staklega á fjallvegum eins og Steingrímsfjarðarheiði og Dynjandisheiði.

DEILA