Teitur Björn: spyr um raforkumál á Vestfjörðum

Teitur Björn Einarsson.

Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um raforkumál á Vestfjörðum.

Spyr Teitur Björn m.a. um aðgerðir stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins og bætt afhendingaröryggi, og Vatnsfjarðarvirkjun.

Fyrirspurninni verður svarað innan skamms.

1.      Hvernig hafa stjórnvöld fram til þessa fylgt eftir þingsályktun Alþingis nr. 26/148 frá 2018 um að Vestfirðir séu eitt þriggja svæða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu flutningskerfisins og að tryggja afhendingaröryggi raforku?
2.      Hvaða tillögum í skýrslu starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum sem kom út í apríl sl. hefur ráðherra nú þegar hrint í framkvæmd? Hvaða tillögur telur ráðherra brýnast að ráðast í og ljúka? Hvenær er áætlað að þeim verði að fullu framfylgt?
3.      Telur ráðherra það fýsilegt að lyfta friðlýsingarskilmálum friðlandsins í Vatnsfirði, eins og starfshópurinn leggur til, svo að hægt sé að taka Vatnsfjarðarvirkjun til umfjöllunar í áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun), eða öðru því regluverki sem Alþingi kann að ákveða varðandi mögulega virkjunarkosti?
4.      Ef áform stjórnvalda um að treysta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum taka ekki til hagkvæmra og umhverfisvænna virkjunarkosta á Vestfjörðum, hvernig munu stjórnvöld þá tryggja fullnægjandi úrbætur á raforkumálum Vestfjarða?

DEILA