Sundabakki: dýpkun gæti hafist í næsta mánuði

Ísafjarðarhöfn. Mynd: Ágúst Atlason.

Seinkun hefur orðið á því að dýpkuna hefjist við Sundabakka. Tilboð í verkið voru opnuð í desember 2021 og samkvæmt útboðslýisngu á verkinu að vera lokið 31. október. Samið var við lægstbjóðanda Björgun ehf fyrir 437,2 m.kr. dm var 17,6% yfir kostnaðaráætlun.

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri segir aðspurður um það hvenær dýpkunum muni hefjast að síðast þegar hann frétti af málinu þá ætti dýpkun að geta hafist í lok október. Ljóst er miðað við þau svör að einhver seinkun verður á framkvæmdum.

Hvert fara 200 þúsund rúmmetrar?

Dæla á um 530 þúsund rúmmetrum upp úr við Sundabakka, sem lengja á um 300 metra. Samkvæmt vinnslutillögu Ísafjarðarbæjar um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins er ætlað að 200 þúsund rúmmetrar fari í landfyllingu í Fjarðarstræti, 90 þúsund rúmmetrar í landfyllingu við Langeyri í Súðavík og um 240 þúsund rúmmetrar fari í fyllingu við Sundabakka og í Suðurtanga.

Nú hefur bæjarstjórn fallið frá landfyllingunni í Fjarðarstræti á þessu ári og upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar segir að ekki liggi fyrir hvert sandurinn fari, það sé enn verið að vinna í að skoða aðrar lausnir og því liggur ákvörðun ekki fyrir.

Uppdráttur af fyrirhugaðri landfyllingu í Fjarðarstræti.

DEILA