Súðavík: fyrirstöðugarður á lokastigi

Framkvæmdin sést vel á þessari mynd Þorsteins Hauks.

Gerð fyrirstöðugarðs vegna landfyllingar og nýrrar hafnar í Súðavík við Langeyri í Álftarfirði er á lokastigi. Að undangengnu útboði samdi Vegagerðin við Tígur ehf.

Nýja höfnin við Langeyri tengist byggingu á nýrri verksmiðju Íslenska Kalkþörungafélagsins ehf., sem fyrirhugar að hefja starfsemi í október 2025. Kalkþörungafélagið skrifaði undir samstarfssamning við Súðavíkurhrepp þann 16. október 2021 um uppbygginguna.

Nýja höfnin er utan snjóflóðasvæðis og mun nýtast fleirum og gefur vaxtatækifæri fyrir hafnsækna starfsemi.

Samið var við um Hafnarsjóð Ísafjarðar um notkun á uppdælingarefni frá stækkun Ísafjarðarhafnar til landfyllinga á Langeyri.

Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri á von á því að uppdæling hefjist í nóvember 2022 í Skutulsfirði. „Það er þó ekki alveg víst, enda hefur skipið tafist talsvert í verkefnum og ekki enn komið vestur eftir því sem ég best veit.“

DEILA