Spáð snjókomu í nótt

Frá Steingrímsfjarðarheiði.

Vegagerðin hefur sent frá sér ábendingu um snjókomu næstu nótt meðal annars á Steingrímsfjarðarheiði.

„Í nótt og snemma í fyrramálið snjóar á fjallvegum eins og Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Steingrímsfjaðarheiði. Krapi á Vatnsskarði og Þverárfjalli og líklega einnig smá föl eða hálka á Öxnadalsheiði“ segir í tilkynningunni.

DEILA